13. júní 2013 Fyrirtæki opna dyrnar til að efla verk- og tæknimenntun Samtök atvinnulífsins hvöttu á dögunum fyrirtæki til að taka þátt í að efla verk- og tæknimenntun með því að kynna atvinnulífið fyrir nemendum og kennurum grunn- og framhaldsskóla. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru mjög jákvæð og brugðust fyrirtækin skjótt við kallinu. Um 50 fyrirtæki − m.a. nokkur orku- og veitufyrirtæki − hafa nú þegar lýst yfir áhuga á efla starfsmenntun með því að taka þátt en fleiri geta bæst í hópinn. Sjá nánar á vef SA.