Fréttabréf des. 2002

Fréttabréf Samorku hefur komið út frá stofnun samtakanna 1995. Útgáfan var í upphafi á prentuðu formi. Við sívaxandi notkun veraldarvefsins fóru að heyrast raddir um að útgáfa á þessu formi væri gamaldags og vart á vetur setjandi. Önnur ástæða var vaxandi prentkostnaður, sem e.t.v. skýrist af samdrætti í pappírsútgáfu þessara miðla. Því var ákveðið að hætta, að mestu leyti, útgáfu á pappírsformi. Þess í stað var aukin útgáfa frétta og upplýsinga á heimasíðu samtakanna. þeirri hefð var þó haldið að gefa út eitt blað í desember n.k. jólablað. Að þessu sinni er þessi útgáfa rafræn og sett upp sem annáll í máli og myndum.

Fréttabréf