Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála er stórt, hvort sem litið er til fortíðar eða framtíðar. Um þetta var fjallað á opnum ársfundi Samorku, sem fram fór 6. mars 2018 á Hilton Nordica.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, ávarpaði ársfundinn í upphafi hans.

Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir from Samorka on Vimeo.

Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, og Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda HS Orku, skoðuðu hlutverk orku- og veitufyrirtækja í þeim orkuskiptum sem þegar hafa átt sér stað á Íslandi og hverju það hefur skilað í efnahags- og umhverfislegum skilningi. Einnig var litið til framtíðar og skoðað hvaða hlutverk orku- og veitustarfsemi getur leikið í alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi.

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála – Inga Dóra Hrólfsdóttir og Kristín Vala Matthíasdóttir from Samorka on Vimeo.

Á fundinum var sameiginleg yfirlýsing orku- og veitufyrirtækja um kolefnishlutlausa starfsemi fyrir árið 2040 afhent þeim Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu. Af því tilefni sagði Guðmundur Ingi nokkur orð og óskaði orku- og veitugeiranum meðal annars til hamingju með þetta markmið.

Ávarp – Guðmundur Ingi Guðbrandsson from Samorka on Vimeo.

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, fjallaði í erindi sínu um verkefnið sem framundan er fyrir Ísland og heiminn allan í loftslagsmálum og lagði áherslu á að þetta er verkefni okkar allra.

Stóra verkefnið – Sigurður Ingi Friðleifsson from Samorka on Vimeo.

Finn Mortensen, framkvæmdastjóri State of Green í Danmörku, kynnti samtökin og hvernig Danir hafa markvisst markaðsett grænar lausnir og fleira sem tengst hefur þeirra orkuskiptum og þannig aukið útflutning og verðmæti fyrir orku- og veitugeirann mikið.

State of Green: Nation Branding and Storytelling – Finn Mortensen from Samorka on Vimeo.

Fundinn í heild sinni má sjá hér:

Ársfundur Samorku 2018: Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála from Samorka on Vimeo.