Flestar bilanir í heimæðum og inntökum

Niðurstöður samantektarinnar eru að flestar bilanir eru í heimæðum og inntökum. Algengustu orsakir bilana eru ytri áverkar frá jarðvinnutækjum og lagningagalli við meðhöndlun. Bilunum í samskeytum á hvern kílómetra í lögnum hefur fækkað mikið síðan skráning á bilunum hófst árið 1993 og er nú rúmlega 10% af því sem hún var þá. Einnig hefur bilunum í brunnum fækkað töluvert.  Hinsvegar er fjöldi bilana á km í inntökum svipaðar og í upphafi og bilanir þar sem orsaka er að leita í skemmdum af völdum jarðvinnutækja hefur aukist. Það er því ljóst að ef leita á leiða til að bæta gæði lagna er mesti ávinningurinn fólginn í umbótum á þessum þáttum þ.e. inntökum og fyrirbyggjandi aðgerðum til að hindra skemmdir af völdum jarðvinnuvéla.

Orkuveita Reykjavíkur hefur í samvinnu við Samorku þróað hitaveitubilanaforritið fyrir skráningu á bilunum í vatnsveitum.  Það forrit stendur vatnsveitum til boða.  Þar hafa verið gerðar nokkrar endurbætur sem vert væri að taka inn í hitaveituforritið s.s. eins og að tilgreina jarðvegsgerð og betri útprentun á niðurstöðum. Orkuveitan er einnig að þróa forritið til að skrá bilanir í fráveitum og gagnaveitum.  Einnig er fyrirhugað að útvíkka forritið til skrá öll viðhaldsverkefni og tengja það við rekstrarhandbók Orkuveitunnar.