Fjölmennur og velheppnaður Vorfundur Samorku

Alls voru fluttir 43 fyrirlestrar og ávörp. Rætt var um boranir og virkjun jarðhita, umhverfismál, nýtt viðskiptaumhverfi raforkufyrirtækja, vatnsvernd, brunavarnir, lög og reglugerðir veitna og rafræn samskipti. Fyrirlesarar komu víða að, m.a. frá aðildarfélögum Samorku, frá fyrirtækjum og stofnunum utan við samtökin, frá þátttakendum í sýningunni og tveir fyrirlesarar komu frá Svíþjóð. Fyrirlestrarnir og eða úrdrættir úr þeim fylgdu ráðstefnugögnum á geisladiski. Þeir verða einnig aðgengilegir hér á heimasíðu Samorku. Vorfundinum lauk síðan með hópferð til Húsavíkur þar sem skoðað var nýtt orkuver Orkuveitu Húsavíkur og hvalasafn. Hér á heimasíðunni eru nokkrar myndir sem teknar voru á fundinum.