ESB-ríkin með 15% hlut endurnýjanlegrar orku, Ísland með 76%

Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja ESB var að meðaltali 15,3% árið 2014, samkvæmt nýbirtum tölum frá framkvæmdastjórn ESB. Flest aðildarríkin virðast vera á góðri leið með að ná markmiði sambandsins um 20% meðalatal árið 2020. Meðal aðildarríkja er hlutfallið lang hæst í Svíþjóð, 51,1%, en þar næst koma Lettland með 35,8% og Finnland með 34,5%. Lægst er hlutfallið á Möltu, 2,7%, en í Lúxemborg, Bretlandi og Hollandi er hlutfallið einnig undir 5%. Öll eiga þessi ríki langt í langt með að ná sínum markmiðum fyrir árið 2020.

Til samanburðar má geta þess að á Íslandi er þetta hlutfall 76%. Á Íslandi eru 99,9% allrar raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum sem og um 99% allrar orku til húshitunar. Hins vegar flytjum við inn talsvert af jarðefnaeldsneyti, einkum til notkunar í samgöngum og sjávarútvegi.

Sjá tölur framkvæmdastjórnar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í aðildarríkjunum.