Erindi fjölsótts og vel heppnaðs Vorfundar á vef Samorku

Vorfundur Samorku var haldinn á Akureyri í fimmta sinn dagana 22. og 23. maí 2008. Fundurinn heppnaðist vel í alla staði en fundinn sátu á fjórða hundrað manns og alls voru flutt þar 44 erindi. Fjallað var um laga- og regluumhverfi, virkjanir, jarðhitaleit, flutningskerfi, grenndarálestur mæla, öryggismál, rafmagn í samgöngum, hreinsistöðvar, orkuútrásina, fræðslumál, eftirlitsmál, lagnaval, heilbrigðismál, umhverfismál, minjamál og margt fleira. Í tengslum við fundinn sýndu 23 fyrirtæki vörur sínar og þjónustu á fundarstað. 

Erindi fundarins má nálgast hér á vef Samorku.