15. nóvember 2013 Einföldun regluverks á haustfundi Jarðhitafélagsins Þriðjudaginn 26. nóvember heldur Jarðhitafélag Íslands haustfund sinn, í samstarfi við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík. Þema fundarins er einföldun regluverks jarðhitanýtingar. Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn en einnig verða þar flutt erindi frá Auðlindastofnun HR og Jarðvarmaklasanum. Sjá dagskrá fundarins á vef Jarðhitafélagsins.