11. október 2002 Dæluhandfangsverðlaunin til Maríu Jónu Gunnarsdóttur John Snow (1813-1858) var frægur læknir í London á 19. öld. Hann rannsakaði m.a. útbreiðslu kóleru og komst að því að hún breiddist út með drykkjarvatninu. Hann ákvað að taka til sinna ráða og þar sem ráðamenn borgarinnar vildu ekki loka vatnsbólinu, þá fjarlægði hann dæluhandfangið af vatnspóstinum og kom þannig í veg fyrir að borgarbúar drykkju úr hinum mengaða brunni. Við þennan atburð eru verðlaunin kennd. Samtök vatnsveitna á Norðurlöndum stóð fyrir því að María hlyti þessi verðlaun, vegna framlags hennar við að koma upp Gámes-eftirlitskerfinu hjá íslenskum vatnsveitum. Þetta eftirlitskerfi er fyrst og fremst þróað fyrir matvælaiðnaðinn og á því vel við vatnsveitur sem nú á tímum eru flokkaðar sem matvælafyrirtæki. 12 vatnsveitur á Íslandi sem sjá 70 % landsmanna fyrir neysluvatni hafa tekið upp Gámes-eftirlitskerfið, þetta er stærra hlutfall eða betri árangur en annars staðar á Norðurlöndum og fyrir framlag sitt til þessa verks hlýtur María þessi virtu verðlaun og vonar hún að þau verði hvattning til þeirra vatnsveitna sem ekki hafa enn tekið upp viðurkennt eftirlitskerfi.