Tengjum við tækifærin: Ársfundur Samorku 2023

 

Orku- og veituinnviðir eru ein helsta undirstaða samfélagsins. Þeir færa íbúum og fyrirtækjum raforku, heitt og kalt vatn og góða fráveitu, sem er forsenda annarrar atvinnustarfsemi og lífsgæða í landinu. Orkuskiptin sem framundan eru kalla á umbyltingu þessara innviða og umfangsmiklar fjárfestingar.

Ársfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 15. mars á Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 13. Umfjöllunarefnið að þessu sinni eru þær áskoranir og þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum, með sérstakri áherslu á flutnings- og dreifikerfi raforku. Kynnt verður ný greining um fjárfestingaþörf í orku- og veituinnviðum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi í um 90 mínútur.

Fram koma:

Nýkjörinn stjórnarformaður Samorku
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Guðlaugur Þór Þórðarson
Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
Almar Barja, fagsviðsstjóri Samorku
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku
Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Orkuskiptin um allt land – myndbandsinnslög um uppbyggingaráform um orkuskipti og reynslu af þeim sem þegar eru komin í gagnið.

Pallborðsumræður:
Erla Sigríður Gestsdóttir, teymisstjóri orku hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

 

Léttar veitingar í fundarlok.

Aðgangur er ókeypis er skráningar er óskað í formið hér fyrir neðan svo hægt sé að áætla sætafjölda og lágmarka matarsóun.

Fundinum verður einnig streymt á vef Samorku og á Facebook Samorku.

    Aðalfundur Samorku 2023

    Aðalfundur Samorku verður haldinn á Grand hótel þann 15. mars 2023. Fundurinn hefst kl. 10.30 í fundarsalnum Gallerí.

    Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en mánudaginn 13. mars.

    Einnig er hægt að skrá strax þátttöku á opinn ársfund Samorku, sem hefst samdægurs kl. 13 í Háteig á Grand hótel. Dagskrá opna ársfundarins verður auglýst síðar.

    Dagskrá:

    10:00 Skráning
    10:30 Aðalfundarstörf

    Setning: Berglind Rán Ólafsdóttir, formaður stjórnar Samorku

    Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku :  

    1. Kjör fundarstjóra og fundarritara   

    2. Skýrsla stjórnar  

    3. Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda  

    4. Fjárhagsáætlun  

    5. Tillögur um lagabreytingar (engar) 

    6. Tillögur kjörnefndar  

    7. Kjör stjórnar, stjórnarformanns og endurskoðanda  

    8. Kjör í kjörnefnd  

    9. Önnur mál 

    – Tillaga að ályktun aðalfundar. 


      Ég mæti á aðalfund kl. 11 (aðeins fyrir aðildarfélög Samorku)
      Ég mæti á opinn ársfund kl. 13

       

      Menntadagur atvinnulífsins 2023

      Menntadagur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður þar sem menntamál eru í brennidepli. Fundurinn í ár ber yfirskriftina  Færniþörf á vinnumarkaði og er haldinn í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. 

      Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér: Skráningarhlekkur

      Á fundinum greinum við eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða einfaldlega í fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahagslífi verði minni en ella hefði orðið. 

      Aðgerðir í mennta- og fræðslumálum er varða námsframboð, breytingar varðandi dvalar- og atvinnuleyfi erlends starfsfólks og öðru sem aukið gæti sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði gagnast best ef ákvörðunin er byggð á áreiðanlegum gögnum. Marktæk spá um færniþörf er þar lykilatriði. 

      Fjölbreytt dagskrá 

      Meðal þeirra sem koma fram: 
       

      • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA kynnir niðurstöður könnunar og greiningu á færniþörf á vinnumarkaði 
      • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra 
      • Áslaug Arna Ásbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra  
      • Fjöldi atvinnurekenda og mannauðsstjóra þvert á atvinnugreinar tjáir sig um færniþörf síns geira og framtíð menntamála á Íslandi  
      • Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannsson, afhendir loks menntaverðlaun atvinnulífsins venju samkvæmt þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið sem fara fyrir óháða valnefnd. 

      Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku , Samtaka ferðaþjónustunnar , Samtaka fjármálafyrirtækja , Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Samtaka iðnaðarins , Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins . 

      Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2023

      Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí.

      Framkvæmda- og tæknidagurinn verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 3. maí. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. 

      Vöru- og þjónustusýning verður til staðar eins og áður.

      Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur herbergi á Hótel Selfossi sem fyrst, þar hafa verið tekin frá herbergi í nafni Samorku. Síminn er 480-2500.
      Gisting í einstaklingsherbergi með morgunverði: 22.000 kr. (aukanótt á 12.500)
      Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: 28.000 kr. (aukanótt á 16.000)

      Heimasíða Fagþingsins er opin þar sem dagskrá og nánari upplýsingar er að finna.

        Vinsamlegast hakið í þá liði sem þið hyggist taka þátt í:

        Ég mæti á Fagþing 2023 4.-5. maí - 49.900 kr.
        Ég mæti á Framkvæmda- og tæknidaginn 3. maí (ætlað starfsfólki veitu- og orkufyrirtækja) – 12.900 kr.
        Ég mæti á hátíðarkvöldverð og skemmtun 4. maí – 15.900 kr.
        Ég vil grænkeramatseðil.
        Hátíðarkvöldverður og skemmtun fyrir maka/gest – 15.900 kr.
        Maki/gestur vill grænkeramatseðil.
        Ég mæti í skemmti- og vísindaferð (skráning nauðsynleg til að áætla sæti í rútu).

        Hugum að hitaveitunni

         

         

        Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni, Hörpu, kl. 9 – 10.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8.30.

        Dagskrá:

        Staðan tekin hjá veitunum
        Veitur: Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR
        Selfossveitur: Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri
        Norðurorka: Hjalti Steinn Gunnarsson, fagstjóri hitaveitu

        Hvernig geta stjórnvöld stutt við sjálfbæra þróun hitaveitna? Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar hjá Orkustofnun

        Almar Barja, fagsviðsstjóri hjá Samorku, tekur saman tölfræði um hitaveitur og gefur hollráð til sparnaðar

        Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

        Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis, en skráningar er óskað í forminu hér fyrir neðan. Fundinum verður einnig streymt. Gott er að merkja við „going“ við viðburðinn á Facebook til að fá áminningu þegar streymið hefst.

           

          Desemberfundur 2022

          Desemberfundur Samorku verður haldinn fimmtudaginn 1. desember á Hótel Borg. Vinsamlegast skráið þátttöku á forminu neðar á síðunni.

          Allt starfsfólk aðal- og aukafélaga Samorku er hjartanlega velkomið að skrá sig á fundinn og á jólahlaðborðið. Desemberfundur Samorku er ekki opinn almenningi.

          Almennur fundur hefst kl. 15.30 með fræðandi dagskrá, þar sem valin ráð og hópar kynna starfið síðustu misseri. Sérstakir gestir fundarins verða Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.

          Að fundi loknum verður jólahlaðborð þar sem borðin svigna undan kræsingum að hætti hússins. Djass söngkonan Rebekka Blöndal sjá um ljúfa tóna undir borðhaldi. Jólahlaðborðið er opið bæði fundargestum og mökum þeirra.

          Að þessu loknu verður eftirpartý til kl. 01 á Skuggabaldri.

          Nánari upplýsingar um matseðilinn má sjá hér:

           

          Vinsamlegast skráið þátttöku á Desemberfund og jólahlaðborð í eftirfarandi formi:

            Ég mæti á jólahlaðborð (verð 11.900)
            Ég tek með gest/maka á jólahlaðborðið (verð 11.900)

            Nægt heitt vatn í vetur?

            Samorka býður til opins morgunfundar um viðkvæma stöðu hitaveitna og jarðhitaauðlindarinnar almennt fimmtudaginn 17. nóvember í Kaldalóni í Hörpu. 

            Bráðabirgðadagskrá gerir ráð fyrir erindum frá Veitum, Norðurorku, Selfossveitum, Samorku og Orkustofnun.

            Nánari dagskrá og tímasetning verður auglýst síðar en endilega takið morguninn frá!

            Nýr upplýsingavefur opnaður á þriðjudag

            Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla hafa tekið höndum saman um að opna nýjan upplýsingavef um orkunotkun Íslands, orkuskipti og áhrif þeirra í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 18. október kl. 14-15.30.

            Yfirskrift fundarins er Orkuskipti – hvað þarf til að ná fullum orkuskiptum og hver gæti efnahagslegur ávinningur Íslands verið? Á fundinum verður vefurinn opnaður og ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum kynnt.

            Þátttakendur í dagskrá:

            • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
            • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
            • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
            • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
            • Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá Eflu
            • Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
            • Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

            Á fundinum verður vefurinn opnaður og kynnt ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.

            Skráningar er óskað á si.is.

            Stefnumótunardagur Samorku 2023

            Stefnumótunardagur Samorku verður haldinn þann 17. febrúar á Fosshótel Reykjavík, sem staðsett er í Þórunnartúni.

            Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá DecideAct, leiðir fundinn og umræður.

            Við bjóðum fulltrúum aðildarfélaga okkar að taka þátt í stefnumótuninni með því að skrá sig til leiks í forminu hér neðar á síðunni. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.

            Dagskrá:

            09.00 – 09.15: Opnun varaformanns Samorku – Sigurður Þór Haraldsson
            09.15 – 09.30: Dagskrá og fyrirkomulag fundarins – Bjarni Snæbjörn Jónsson
            09.30 – 10.00: Árangur og staða í kjölfar síðustu stefnumótunar
            10.00 – 10.15: Kaffihlé
            10.20 – 11.20: Áskoranir og tækifæri í ytra umhverfi
            11.20 – 12.30: Samorka framtíðar – óskastaða
            12.30 – 13.15: Hádegishlé
            13.15 – 14.45: Greining á núverandi starfsemi, hvað er gott og hvað má betur fara
            14.35 – 14.45: Samantekt
            14.45 – 15.00: Kaffihlé
            15.00 – 15.45: Mikilvægustu áherslurnar í starfsemi og umgjörð framávið
            15.45 – 16.00: Samantekt og lokaorð
            16.00 – 17.00: Léttar veitingar


            Menntadagur atvinnulífsins 2022

            Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í raunheimum eftir strangt tímabil fjarviðburða. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

            Frábærir fyrirlesarar og upplýsandi málstofur. Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað. Ráðherrar menntamála, sem nú skiptast á þrjú ráðuneyti, verða á staðnum og taka þátt í pallborði um sína aðkomu að menntamálum.

            Menntaverðlaun atvinnulífsins verða einnig afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.
            Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið verðlaunin til þessa. Íslandshótel voru menntafyrirtæki ársins og Domino’s menntasproti ársins árið 2021.

            Dagskrá menntadagsins:
            09:00 – 10:30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá
            10:30 – 11:00: Menntatorg og netagerð
            11:00 – 12:00: Málstofur

            Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn með því að smella hér: Skráning.