Skattar og orkuvinnsla

Samorka býður til opins fundar um skattamál orkugeirans. Fjallað verður um skattatillögur starfshóps stjórnvalda sem nú eru í úrvinnslu í fjármálaráðuneytinu. Þá verður fjallað um áskoranir þær sem felast í skattatillögunum fyrir orkugeirann.

Fram koma:

Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur, formaður starfshóps stjórnvalda
Katrín Helga Hallgrímsdóttir lögfræðingur Samorku

Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, en einnig verður hann sendur út á Teams.