Dagskrá Nordvarmeþings komin á Netið

Næsta Nordvarmeþing verður haldið 10. til 11. júní nk. í Nyköping í Svíðþjóð. Þar verður fjallað um það sem efst er á baugi hjá norrænum hitaveitum. Dagskrá þingsins og skráningareyðublað er komin inn hér inn á Samorkusí

Samsetningarnámskeið hitaveitna

Námskeið í samsetningum hitaveituröra Samorka í samvinnu við Iðntæknistofnun stendur fyrir námskeiði í samsetningu hitaveituröra dagana 18. og 19. apríl n.k. Námskeiði verður haldið hjá Set á Selfossi. Útsending gagna verður n.k. mánudag 18. mars. Vakin er athygli á því að fjöldi þátttakaneda er takmarkaður, að hámarki 17 manns. Námskeiðsgjald er 32.000 kr. og er þar innifalið námskeiðsgögn og meðlæti. Sjá nánar dagskrá undir “Námskeið og fundir” hér á síðunni til vinstri.

Orkumannvirki sem fellur vel að umhverfinu

Það er mikilvægt að haft sé í huga við hönnun mannvirkja að þau falli vel að umhverfinu og gleðji augað. Á Orkuþingi 2001 nú nýverið var samkeppni um orkumannvirki sem fellur best að umhverfinu. Sjö aðilar sendu inn ellefu tillögur. Það voru Landsvirkju, Orkuveita Húsavíkur, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Olíufélagið hf, Olíuverslun Íslands og Skeljungur. Orkumannvirkin voru af mjög mismundandi toga, allt frá litlu sýnidæmi í orkuframleiðslu (vél 4 í Blöndustöð) upp í stórt uppistöðulón (Hágöngulón) auk mannvirkja sem eru hluti af borgarumhverfinu (bensínstöðvar). Dómnefndina skipuðu þrír arkitektar; Hrafn Hallgrímsson, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Marteinsson. Dómnefndin valdi að flokka tillögurnar í þrjá hópa. Í einum hópnum voru bensínstöðvar allar í borgarumhverfi. Í öðrum hópi voru lítil, stök orkuveitumannvirki. Í þriðja hópnum voru síðan ýmis mjög mismunandi dæmi um orkumannvirki Landsvirkjunar. Umsögn dómnefndar Bensínstöðvar hafa hlutverk sem kallar á að þær séu áberandi í umhverfinu. Dómnefnd var sammála um að framlag Olíuverslunar Íslands, ÓB Bæjarlind, fengi viðurkenningu í flokki bensínstöðva. Mannvirkið er vel afmarkað og stílhreint. Í flokki smárra orkuveita voru þrjár tillögur sem eiga það sammerkt að standa einar í umhverfinu. Hönnuðir hafa ýmist valið að undirstrika mannvirkið sem hluta af umhverfi sínu eða leggja áherslu á andstæðu manngerðs og náttúrulegs umhverfis. Dómnefndin valdi Orkustöðina á Húsavík í þessum flokki vegna skírskotunar til umhverfisins bæði í formi og litavali. Ýmis orkumannvirki Landsvirkjunar eru í þriðja flokki. Tillögur Landsvirkjunar sýna áhuga fyrirtækisins á að kynna þá fjölbreyttu mannvirkjagerð sem fylgir orkuvinnslu og viljann til að stana vel að verki. Dómnefndin valdi tengivirki við Búrfell sem áhugavert dæmi um tækniumbætur til bóta fyrir umhverfið og veiti því viðurkenningu sína.

Orkuþing á fimm ára fresti

Orkuþing er nú nýafstaðið og var það stærsta Orkuþing sem haldið hefur verið. Um 440 manns sóttu þingið og er það helmingi fleiri en tóku þátt á þinginu fyrir tíu árum. Mun fleiri aðilar stóðu að þinginu nú en áður. Einnig var nýmæli að á laugardeginum eftir var haldinn Orkudagur fyrir almenning. Þar voru fluttir fyrirlestrar um orkumál og orkusparnað. Alls voru fluttir yfir eitthundrað fyrirlestrar og var það mál manna að þeir hefður verðið vandaðir og mikið hefði verið af áhugaverðu efni. Gefin var út vegleg bók með efni fyrirlestranna og eru þeir nú komnir á vefsíðu Samorku. Málþing skólanema í grunnskólum var haldið þar sem nemendur komu og tjáðu sig um orkumál framtíðarinnar. Samkeppni var í skólum um orkuverk og voru átta skólar valdir til að taka þátt í henni. Það var síðan Klébergsskóli á Kjalarnesi sem fékk verðlaun fyrir besta orkuverkið. Verkefni skólans fjallaði um orkugjafana, bæði hefðbundna og framtíðar. Það var bæði í formi myndverka og sem líkön. Einnig var á Orkuþingi samkeppni um orkumannvirki sem fellur best að umhverfinu. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. í fyrsta flokknum voru bensínstöðvar og þar fékk Olíuverslun Íslands verðlaun fyrir ÓB Bæjarlind. Í flokki smárra orkuveitna fékk Orkustöðin á Húsavík verðlaun og í þriðja flokknum voru orkumannvirki Landsvirkjunar og þar fékk tengivirki við Búrfell sem áhugavert dæmi um tækniumbætur til bóta fyrir umhverfið. Vegna almennrar ánægju og mikillar þátttöku í Orkuþingi var rætt um hvort ekki ætti að stefna að Orkuþingi á fimm ára fresti í stað tíu. Það er einnig í ljósi þess að mikið er að gerast í orkumálum og mikilla breytinga að vænta á næstu fimm árum.

Ný neysluvatnreglugerð hefur tekið gildi

Í sumar tók gildi nýja neysluvatnsreglugerðin nr. 536/2001. Reglugerðin er skv. EB tilskipun. Samorka tók þátt í yfirlestri og gerði athugasemdir við hana sem sumar hverja komust í gegn. Hún þýðir auknar sýnatökur fyrir sumar vatnsveitur, sérstaklega hvað varðar heildarúttekt. Allar vatnsveitur landsins sem hafa fleiri en 50 manns eða þjóna 20 heimilum skulu háðar reglubundnu eftirliti og sýnatöku. Fjöldi sýna fer eftir íbúafjölda. Eftirlitið felst í reglubundnu eftirlit með nokkrum atriðum sambærilegt C1 í gömlu reglugerðinni og heildarúttekt. Frá því er hægt að fá undanþágu ef hægt er að sýna fram á óbreytt ástand í þrjú ár. Í reglugerðinni er einnig gerð krafa um upplýsingar til notenda ef neysluvatn mengast. Viðbrögðum er flokkað í A, B og C eftir alvarleika frávika og eru þau tilgreind í töflunum hvernær þau eiga við. Reglugerðina er að finna á vef Hollustuverndar www.hollver.is og einnig í reglugerðarsafni stjórnarráðsins, slóðin er www.reglugerd.is og þar undir leit með orðinu neysluvatn.

Leitað að jarðhita í Svíþjóð

Nú er dælt upp 20 gráðu heitt vatn af 700 metra dýpi en áform eru um að bora á yfir 3 km og fá 125 gráðu heitt vatn. Það er hitaveitan í Lundi sem stendur fyrir rannsóknarborunninni, sem mun kosta um 35 milljónir sænskra króna. Hugmyndin er, ef vel tekst til, að leiða vatnið í gegnum varmaskipta og nýta fyrst niður að 50 gráðum og síðan í varmadælu í 10 gráður. Síðan verður vatnið leitt aftur niður í bergið. Frá þessu segir í nýjasta fréttablaði sænsku hitaveitusamtakanna Fjärrvärmetidningen.

Sydkraft í Svíþjóð býður breiðbandið í haust

Sydkraft er ekki lengur orkufyrirtæki sem býður rafmagn, gas og hitaveitu. Með því að setja á stofn dótturfyrirtækið Sydkraft Bredband ætlar fyrirtækið að hasla sér völl fjarskiptamarkaðinum og bjóða internetáskrift með PLC tækni „Power Line Communication“ og það nú þegar í haust. Og fleiri fylgja fast á eftir. Stærsta rafmagnsveita Þýskalands, RWE AG hefur gefið út að þeir reikni með að 20 þúsund raforkunotendur þeirra muni verða tengdir við internetið fyrir árslok, Energie Baden Würtemberg AG gerir ráð fyrir 7500 viðskiptavinum í ár og MVV Energie AB reiknar með að byrja í Mannheim og markmiðið er að 30 þúsund verði tengdir þar á þremur árum. (MJG/heimild: Ingeniören/net 22.6.2001)

Norræn vatnsveituráðstefna í Gautaborg á næsta ári

Norræn vatnsveitusamtöku hafa með sér óformlegt samstarf. Fundað var hér á landi 1. júní sl. Samtökin hafa m.a. haft samstarf um tvær norrænar vatnsveituráðstefnur. Sú síðasta í Helsingör í Danmörku í fyrra. Félagar í Samorku tóku þar virkan þátt. Byrjað er að undirbúa ráðstefnu í Gautaborg á næsta ári. Meðal efnis þar verður viðbrögð við vá, tilskipanir EB og skipulag í vatnsveitugeiranum. Í framhaldi af ráðstefnunni verður „VA-messan“ í Gautaborg. Annað efni sem rætt var um á fundinum 1. júní sl. var ný tilskipun EB um verndun vatns. Þessi tilskipun var samþykkt í Brussel 22. des.2000 og verða löndin að hafa tekið hana upp 22. des. 2003. Í þessari tilskipun er sagt að hvert land þurfi að skipta landinu upp í vatnsstjórnar-svæði, skilgreina síðan vatnasvæðin og ástand þeirra. Einnig þarf að skrá verndarsvæði og neysluvatnssvæði, gera áætlun um verndaraðgerðir og vögtunaráætlun. Norsku samtökin NORVAR hafa unnið skýrslu þar sem reynt er að rýna í framtíðina fyrir vatnsveitugeirann og þá er horft til ársins 2010. Gert er ráð fyrir að þróun mál geti verið á fjóra vegu; að áhrif opinberra aðila haldist mikil í vatnsveitum, að vatnsveitur verði í einkaeigu, gerðar verði miklar umhverfiskröfur til veitna og að vatnsveitur verði í fjárhagssvelti þ.e.engin uppbygging eigi sér stað. Út frá þessum fjórum leiðum og samblandi af þeim er gerð áætlum um hvernig bregðast skuli við. Danska sambandið DVF hefur yfirfært þessa skýrslu yfir á danskar aðstæður. Öll norrænu vatnsveitusamtökin, nema þau íslensku eru sjálfstæð samtök sem hafa innan sinna vébanda vatnsveitur og fráveitur. DVF flutti í nýtt hús 1. maí sl. í Skanderborg á Jótlandi. Þau hafa keypt stórt hús sem nefnt er Vandhuset. Þar verða stöðugt sýningar af ýmsu tagi sem tengjast vatni. Dönsku samtökin verða 75 ára á þessu ári og sænsku samtökin verða 40 ára á næsta ári. Mikil starfsemi er á fráveitusviði og hafa m.a. sjö sinnum verið norræn þing um fráveituhreinsun, það síðasta í janúar sl. Þar mættu 245 manns. Á alþjóðavettvangi s.s. í EUREAU og IWA hafa norrænu fulltrúarnir með sér gott samstarf og hafa þannig meiri áhrif. Voru þátttakendur sammála um mikilvægi norræns samstarfs.

Nýr stöðvarstjóri í Blönduvirkjun

Rán Jónsdóttir, rafmagnsverkfræðingur, hefur verið ráðin stöðvarstjóri í Blöndustöð. Hún tekur við af Guðmundi Hagalín sem farinn er til starfa í Búrfelli. Rán hefur starfað um 6 ára skeið hjá Landsvirkjun, fyrst í kerfisáætlunardeild en hún er nú í markaðsdeild orkusviðs. Með ráðningu Ránar er brotið blað hjá Landsvirkjun því kona hefur ekki áður unnið við tæknistörf í aflstöðvum Landvirkjunar. Til hamingju Rán.