Hitaveita í Álaborg og Lögstör heimsótt

Íslenskt hitaveitufólk heimsótti hitaveituna í Álaborg og rörfyrirtækið Lögstör í byrjun júní sl.

Hitaveitan í Álaborg er í eigu sveitarfélagins sem er orðið sjaldgæft í Danmörku en er að mati starfsmanna ein besta og ódýrasta hitaveita landsins. Varminn er afgangsvarmi frá sementsverksmiðjunni 43%, rafmagnsorkuveri 54% og eigin framleiðsla 3%. Salan er um 30 milljón tonn á ári. Um 97% húsnæðis á veitusvæðinu er tengt hitaveitunni. Veltan er um 500 milljón DKK. Fjöldi starfsmanna er 83.   Það kostar um 7.320 DKK á ári að hita 150 fermetra einbýlishús með hitaveitu í Álaborg og af því er fastur kostnaður 40%.

 

Veitan hefur nú nýverið komið á ISO 14001 og OHSAS 18001.  Verið hefur í gangi kerfisbundin endurnýjun á lagnakerfinu og er meðalaldur lagna nú 12 – 13 ár.  Áður var blæðivatn um 40% og fór hæst í um 55% en er nú um 10%.  Góð reynsla hefur verið af því að hafa rör með lekavörn.

Rörafyrirtækið Lögstör hefur nú verið sameinað úr tveimur stórum rörafyrirtækjum og eru nú í eigu alþjóðlegra fjárfesta. Höfuðstöðvarnar eru í Lögstör en að auki eru reknar sjö aðrar verksmiðjur vítt um Evrópu. Einnig er fyrirtæki í Kína og Kóreu. Söluaðilar eru í 28 löndum og starfsmenn eru 1200 talsins.  Velta fyrirtækisins er um 250 Milljón Evrur. Það framleiðir rör fyrir hitaveitur, kælilveitur, olíu og gas, og sjóveitur. Foreinangruð rör eru fyrir sviðið -200°C til +315°C.

Tekið var vel á móti hitaveitufólki á báðum stöðum.

Sjá myndir úr ferðinni 

Freysteinn fær John Snow verðlaunin

Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun var heiðraður á Norræni vatnsveituráðstefnu sem haldin var nýlega á vegum Samorku og systrasamtaka vatnsveitna á Norðurlöndum. Hann fékk hin norrænu John Snow “Pump Handle Award” ársins 2006. Sú viðurkenning er veitt fyrir einstakt framlag í þágu betra og heilnæmara neysluvatns.  John Snow var enskur læknir sem var upphafsmaður þessa að beita faraldsfræðilegum rannsóknum við rannsóknir á vatnsbornum sýkingum.  Hann stöðvaði kólerufaraldur í Soho í London um miðja nítjándu öldina með því að taka handfang af brunni í hverfinu. Á þessum tíma var ekki búið að finna bakteríuna sem veldur kóleru og því var trúað að kólera bærist með lofti. 

                                   

Freysteinn hefur starfað sem jarðfræðingur í áratugi og unnið að því að finna neysluvatn fyrir vatnsveitur vítt um land. Hann hefur verið óþreytandi í því að ráðleggja og leiðbeina um hvernig best skuli staðið að virkjun og verndun vatnsins. Hann hefur haldið fjölda erinda og námskeiða um efnið og verið stjórnvöldum til ráðuneytis um gerð laga og reglugerða sem tryggja gæði vatnsins.  Hann er því vel að þessari viðurkenningu kominn.

Öruggt drykkjarvatn – góð mæting á ráðstefnuna

Haldin var áhugaverð ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík 8. – 9. júní nk.  Efni hennar var öruggt drykkjarvatn og hvernig á að tryggja það.  Fjallað var um hættur sem steðja að drykkjarvatni, hvernig á að koma í veg fyrir mengun og viðbragðsáætlanir ef drykkjarvatn mengast.  Það er  Samorka – samtök vatnsveitna á Íslandi stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við systrasamtökin á Norðurlöndum.  

 

Að tryggja öruggt drykkjarvatn fyrir íbúana er eitt af mikilvægustu verkefnum sveitarfélaga. Á Íslandi, Noregi og Svíþjóð er drykkjarvatn skilgreint sem matvæli og vatnsveitur sem matvælafyrirtæki. Þessi skilgreining undirstrikar mikilvægi þessa verkefnis. Á ráðstefnunni voru fluttir 28 fyrirlestrar.  Gestafyrirlesari var Hiroko Takasawa frá Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Róm.  Hún fjallaði um hvernig Sameinuðu þjóðirnar eru að vinna að því að uppfylla þúsaldarmarkmiðin í vatnsmálum.  Þátttaka var mikil 220 manns.  Fundarbók með erindum og glærum er fáanleg á Samorku.

Áhrif veðurfarsbreytinga á endurnýjanlegar orkulindir

Á undanförnum árum hefur verið unnið að norrænu samstarfsverkefni um áhrif loftslagsbreytinga á endurnýjanlega orkugjafa. Verkefnið er kallað Climate and Energy og er fjármagnað af Norræna orkusjóðnum (Nordisk energiforsking) og fyrirtækjum innan norræna orkugeirans, þ.m.t. Landsvirkjun.

 Þátttakendur í verkefninu eru flestar veður- og vatnafræðistofnanir Norðurlanda svo og margir háskólar og rannsóknastofnanir og hefur verið sett á laggirnar víðfemt net vísindamanna sem vinna saman að þessu mikilvæga verkefni.  Meginhópar verkefnisins fjalla um hinar endurnýjanlegu auðlindir: Vatnsafl, lífmassa,sólarorku og vindorku. Verkefninu lýkur á þessu ári og af því tilefni hefur verið ákveðið að kalla til evrópskrar ráðstefnu undir heitinu : European Conference on Impacts of Climate change on Renewable Energy Sources, EURENEW. 

Ráðstefnan verður haldin á Hotel Nordica í Reykjavík, dagana 5. – 9. júní sumar og er gert ráð fyrir að um 200 manns sæki hana.

Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefslóðinni:

www.os.is/eurenew2006/

 

 

Seminar on Energy Resources and Energy Production in Iceland

PURE ICELAND – Presentations

Seminar on Energy Resources and Energy Production in Iceland. Science Museum London March 16, 2006.

Ásgeir Margeirsson; Harnessing Geothermal Energy: Push here ppt (30 Mb);  Push here pdf.(5,6 Mb)

Lárus Elíasson: Exporting Know-how in the geothermal Field: Push here ppt (2,2 Mb); Push here pdf.(1,2 Mb)

Ólöf Nordal and Steinunn Huld Atladóttir: Iceland Un-Plugged: Push here ppt (4,7 Mb); Push here pdf (2,9 Mb)

Þorsteinn Hilmarsson: Icelandic Energy: Sustainable and Environmentally Sound: Push here ppt (47Mb); Push here pdf.(3 Mb)

Hellisheiði Power Plant; Movie 1: Push here

Hellisheiði Power Plant; Movie 2: Push here

Netorka hf hefur tekið í notkun hugbúnaðarkerfi fyrir frjáls viðskipti með raforku

Formleg gangsetnig þessa tölvukerfis fór fram í stjórnstöð Landsnets við Bústaðaveg þann 3. apríl, að viðstöddu fjölmenni. Þorleifur Finnson formaður stjórnar NetOrku flutti ávarp og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Torfi H Leifsson lýsti kerfinu áður en iðnaðarráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir tók það í notkun  á þann táknræna hátt að senda tilkynningu með ósk um að RARIK hætti að kaupa rafmagn af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir höfuðstöðvar sínar við Rauðarárstíg, en hæfi þess í stað viðskipti við söludeild RARIK. Þessi gjörningur mun taka gildi 1. júní n.k.

Upplýsingar um NetOrku: Smellið hér

Góður árangur af jarðhitaleit

Helstu verkefni ÍSOR hafa verið vegna nýtingar háhita til rafmagnsframleiðslu og jarðhitaleitar á lághitasvæðum.  Á Hjalteyri var boruð ný vinnsluhola fyrir Norðurorku sem gaf afburðagóður árangur og er með afkastamestu lághitaholum landsins. Við Urriðavatn náðist góður árangur fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella. Sama er að segja um borun við Kaldárholt fyrir Hitaveitu Rangæinga og á Hólum í Hjaltadal.  Einnig fannst vatn við Hrollleifsdal í Skagafirði sem gefur möguleika á hitaveitu á Hofsósi.  Á Heimaey var boruð djúp rannsóknarhola en lítið fannst af heitu vatni. Niðurstöður varpa þó ljósi á jarðfræði og myndunarsögu eyjanna. Einnig voru landgrunnsmálin fyrirferðamikil í starfi ÍSOR.  ISOR hefur unnið mikið að landgrunnsmálum og einnig mannvirkjajarðfræði m.a. vegna jarðgangnagerðar. Vinna  við jarðhitarannsóknir erlendis var í Úganda, Nikaragúa og á Diskóeyju við Grænland.

 

Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR fór yfir áætlanir um stærð orkuauðlindanna á Íslandi. Vatnsaflið hefur verið áætlað um 30 TWh og af því er búið að virkja 40%. Það sem eftir stendur er aðeins fyrir um 1-2 álver í viðbót.  Jarðhitinn var áætlaður 20 TWh árið 1985 og er það örugglega vanáætlað.  Hann benti á að umhverfisáhrif jarðhitanýtingar væru minni en vatnsafls og ef vel væri gengið um væri hægt að færa til sama horfs og áður þegar nýtingu væri hætt. Þannig væri jarðhitinn sjálfbær.  Ef hægt verður að nýta jarðhitann dýpra og ná í mjög heitan vökva eða dæla niður þá er jarðhitaauðlindin mikið stærri en nú er gert ráð fyrir. En mikilvægt er að ljúka við gerð rammaáætlunar til að móta stefnu í orkunýtingu til framtíðar.

 

Síðan voru erindi um jarðfræði og jarðhita á Austurlandi.  Guðni Axelsson sagði frá jarðhitaleit fyrir Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Guðmundur Davíðsson sagði frá rekstri og framtíðarsýn veitunnar.  Þeir sögðu frá góðum árangri jarðhitaleitar og borana við Urriðavatn.  Hola 10 var boruð á síðasta ári og er hún efnileg hola. Hún var fyrst þurr en þá var breytt um stefnu og hún skáboruð í vestur undir vatnið. Í 1330 metrum kom mikið 79°C heitt vatn þar sem hitt var á norður/suður sprungu sem var nær lóðrétt. Þessi hola mun standa undir vinnslu í næstu framtíð.  Haukur Jóhannesson sagði frá jarðfræði og jarðhita Austurlands og setti í samhengi við jarðfræði Íslands.  Elstu jarðlög á Íslandi eru á Vestfjörðum og á Austurlandi. Á Austurlandi er lítill jarðhiti á yfirborði. Hæstur hiti er í Laugarvalladal um 70°C. Árni Hjartarson sagði frá vatnsauðlindinni og neysluvatnsöflun á Austurlandi. Þorsteinn Egilsson sagði notkun bylgjubrotsaðferð til að kortleggja laus jarðlög ofan á þéttu bergi sem nýtt hefur verið m.a. við athuganir vegna jarðgangnagerðar í Héðinsfirði og til Vestmannaeyja. Sigurður Arnalds fræddi um gang mála við byggingu Kárahnjúkavirkjunar og að verkið væri á áætlun þrátt fyrir tafir vegna erfiðleika við borun jarðgangna.

Erindin frá fundinum eru á vefsíðunni www.isor.is