Pétur Kristjánsson leysir Maríu Jónu af, til eins árs

María Jóna Gunnarsdóttir, deildarstjóri frá-, vatns- og hitaveitudeildar Samorku fór í ársleyfi þann 1. nóvember sl., vegna doktorsnáms. Pétur Kristjánsson, rekstrartæknifræðingur, leysir Maríu af á skrifstofu Samorku. Pétur starfaði sem rekstrarstjóri Vatnsveitu Reykjavíkur frá árinu 1983 til ársins 2000 eða þar til vatnsveitan sameinaðist Orkuveitu Reykjavíkur. Þar hélt hann áfram við sömu störf sem deildarstjóri Dreifingar OR með umsjón og ábyrgð á dreifikerfi kalda vatnsins. Þann 1. júlí 2003 tók Pétur við starfi deildarstjóra Innkaupastjórnunar OR og kemur úr því starfi til að leysa Maríu af.

Pétur hefur komið að starfi Samorku í gegnum árin. Hann hefur verið fulltrúi í nefndum, starfað að starfsnámi í jarðlagnatækni, skrifað kafla í Vatnsveituhandbók Samorku og haldið fyrirlestra á námskeiðum og ráðstefnum Samorku, hér heima og erlendis.

Samorka býður Pétur velkominn til starfa, jafnframt því sem Maríu Jónu er óskað velgengni í sínu námi.