8. október 2015 Búrfellsvirkjun stækkuð um 100 MW Landsvirkjun hefur ákveðið að stækka Búrfellsvirkjun um 100 MW og er áætlað að framkvæmdir hefjist á vormánuðum. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur framhjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins. Framkvæmdin fellur ekki undir rammaáætlun þar sem um stækkun virkjunar er að ræða. Þá er framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. úrskurði Skipulagsstofnunar. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.