7. mars 2014 Búðarhálsstöð gangsett Búðarhálsstöð, nýjasta aflstöð Íslendinga, hefur verið gangsett. Stöðin er staðsett á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu og verður rekin samhliða öðrum aflstöðvum Landsvirkjunar á svæðinu. Uppsett afl hennar er 95 MW og hún framleiðir um 585 GWst af rafmagni á ári inn á orkukerfi landsmanna. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.