5. október 2015 Boðaðar skerðingar á afhendingu dregnar til baka Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina samkvæmt sveigjanlegum samningum í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september. Septembermánuður var mjög hlýr á landinu öllu og höfðu hlýindin mikil áhrif á innrennsli til miðlana. Miðlunarlón eru þó enn ekki full fyrir veturinn og veðurfar yfir vetrarmánuðina mun ráða því hvort takmarka þurfi afhendingu í byrjun næsta árs.