Bjarni Már Júlíusson ráðinn framkvæmdastjóri ON

Bjarni Már Júlíusson er nýr framkvæmdastjóri ON
Bjarni Már Júlíusson er nýr framkvæmdastjóri ON

Stjórn Orku náttúrunnar (ON) hefur gengið frá ráðningu Bjarna Más Júlíussonar í starf framkvæmdastjóra.

Bjarni Már hefur verið forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra frá og með deginum í dag, 14. nóvember 2016.

Nánari upplýsingar um ráðninguna má sjá á vef ON.