14. nóvember 2016 Bjarni Már Júlíusson ráðinn framkvæmdastjóri ON Bjarni Már Júlíusson er nýr framkvæmdastjóri ON Stjórn Orku náttúrunnar (ON) hefur gengið frá ráðningu Bjarna Más Júlíussonar í starf framkvæmdastjóra. Bjarni Már hefur verið forstöðumaður tækniþróunar ON frá því fyrirtækið tók til starfa í ársbyrjun 2014. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra frá og með deginum í dag, 14. nóvember 2016. Nánari upplýsingar um ráðninguna má sjá á vef ON.