Auglýst eftir erindum á Norræna fráveituráðstefnu

Norrænu vatns og fráveitusamtökin standa fyrir sinni tíundu fráveituráðstefnu 12 – 14 nóvember nk. í Hamar í Noregi.  Efni ráðstefnunnar verður um nýjustu tækni í hreinsun skolps, meðhöndlun seyru, rekstur hreinsistöðva, rekstur fráveitukerfa og hrörnun þeirra, EB tilskipanir er varða fráveitur og hvaða eiturefni það eru sem valda mestum usla.

 

Ráðstefnan verður á skandínavísku og verður allt túlkað jafnóðum yfir á ensku.  Einnig má flytja fyrirlestrana á ensku. Bærinn Hamar er við stærsta vatn Noregs, Mjösa og er það um 90 km norður af flugvellinum á Gardemoen. Ferðin tekur um eina klukkustund með lest sem gengur beint frá flugvellinum.

 

Auglýst er eftir tillögum að erindum og veggspjöldum og er frestur til að skila þeim inn til 25. apríl nk. Senda skal tillögur til Ole Lien hjá Norvar tölvupóstfang: ola.lien@norvar.no

 

Upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu NORVAR, norsku vatns- og fráveitusamtakanna  www.norvar.no/nak2007/forside