23. mars 2015 Ársfundur Norðurorku 2015 Ársfundur Norðurorku hf. verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 27. mars 2015, kl. 15:00. Á fundinum eru tvö meginþemu, vatnsvernd og menntamál og verða mörg áhugaverð erindi flutt á fundinum, t.d mun Sigurjón Kjærnested, framkvæmdastjóri veitusviðs Samorku flytja erindi um nýtt samstarfsverkefni Samorku og Neyðarlínunnar á sviði vatnsverndar. Frekari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu Norðurorku.