24. júlí 2008 Alþjóðleg ráðstefna um hitaveitur, Reykjavík, 1.-2. september Mánudaginn 1. og þriðjudaginn 2. september nk. verður haldin alþjóðleg ráðstefna um hitaveitur í Reykjavík (auk þess sem boðið verður upp á skoðunarferð sunnudaginn 31. ágúst). Nánar til tekið er um að ræða 11th International Symposium on District Heating and Cooling, sem Háskóli Íslands heldur í samstarfi við Nordic Energy Research og Samorku. Fundirnir verða haldnir á háskólatorgi HÍ. Þáttakendur verða hátt á annað hundrað og fyrirlesarar koma víðs vegar að úr heiminum. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef ráðstefnunnar (sjá t.d. drög að dagskrá á vinstri spalta). Í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi í ár skipuleggur Samorka sérstaka dagskrá um hitaveitur og nýtingu jarðhita á Íslandi, eftir hádegi þriðjudaginn 2. september.