27. nóvember 2006 Að festast í heygarðshorninu, blaðagrein um rafsegulgeislun. Samorka hefur á undanförnum árum fylgst vel með þeirri umræðu sem fram hefur farið um hugsanlega skaðsemi af völdum áhrifa háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann. Umræðan um þetta mál, bæði hér á landi og erlendis, hefur á stundum viljað fara út um allar koppagrundir. Með því að smella á tengilinn hér að neðan má lesa grein Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlisfræðings, sem birtist í Morgunblaðinu 29. október s.l. Greinin er ekki minnst athyglisverð fyrir þær sakir að þarna er fjallað um málið á þann raunhæfa hátt sem við teljum að eigi við hér á landi. Lesa grein