10. apríl 2001 Hitaveita Hveragerðis til sölu Á Fréttavef Suðurlands er sagt frá því að bæjarstjórn Hveragerðis hafi ákveðið að láta kanna með sölu á Hitaveitu Hveragerðis, sjá www.sudurland.net. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi bæjarstjórnar nú nýverið. Aldís Hafsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar sagði að það gilti það sama um hitaveituna eins og um mörg önnur fyrirtæki að það er flest til sölu fáist fyrir það rétt verð. Bæjarfélagið standi í umfangsmiklum framkvæmdum s.s. á fráveitunni, viðbyggingum vegna einsetningu grunnskóla, byggingu leikskóla og gatnagerð. Peningum bæjarbúa sé betur varið í framkvæmdir sem skila bæjarbúum betra bæjarfélagi strax heldur en að binda þá í fyrirtæki eins og hitaveitunni til lands tíma.