9. Norræna vatnsveituráðstefnan haldin í Helsinki

9. Norræna vatnsveituráðstefnan fór fram í Helsinki þann 2.-4. júní síðastliðinn. Sigurjón Norberg Kjærnested framkvæmdastjóri veitusviðs Samorku sótti ráðstefnuna fyrir hönd Samorku, ásamt því að sitja í skipulagsnefnd fyrir ráðstefnuna.

Erindin frá ráðstefnunni má nálgast hér:

Ráðstefnunni var skipt upp í eftirfarandi málstofur:

  1. Management
  2. Microbial quality
  3. Microbiological risk analysis
  4. NOM and membranes
  5. Water Safety Plans
  6. Safety of water supply
  7. Treatment
  8. Distribution

Vel var mætt á ráðstefnuna (yfir 200 manns) og henni gerður góður rómur meðal þátttakenda.

Í lok ráðstefnunnar bauð Sigurjón, fyrir hönd Samorku, þátttakendum að sækja Ísland heim þegar ráðstefnan verður haldin á okkar vegum árið 2016.