3000 MW úr 0,2% varmaforðans á 3 km dýpi

Jarðhitinn getur leikið mikilvægt hlutverk í sjálfbærri þróun, á Íslandi og á heimsvísu. Þetta kom fram í erindi Guðna Axelssonar, deildarstjóra hjá ÍSOR, á opnum fundi um sjálfbæra nýtingu jarðhitans á Hilton Nordica. Guðni sagði áratuga reynslu og rannsóknir hafa sýnt að hægt væri að nýta jarðhitakerfi á sjálfbæran hátt, því nýtt „jafnvægisástand“ kæmist oft á eftir að nýting hæfist. Vinnslan gæti þó vissulega verið ágeng og þá ekki hægt að viðhalda henni, öðru vísi en að hafa að öðrum svæðum að hverfa á meðan hin væru hvíld. 

3000 MW úr 0,2% varmaforðans á 3 km dýpi
Guðni sagði sjálfbæra vinnslugetu háða vinnsluaðferð (niðurdæling yki t.d. vinnslugetu) og tækniframförum. Fræðilega séð mætti vinna 3000 MW af raforku úr 0,2% þess varmaforða sem er að finna á 3 km dýpi. 

Að fundinum stóðu Samorka, ÍSOR, Orkustofnun, Iðnaðarráðuneytið, Jarðhitafélag Íslands og GEORG (Geothermal Research Group). Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn.

Sjá erindi Guðna Axelssonar.