160 formleg erindi vegna einnar virkjunar

Á 10 ára tímabili voru send 160 formleg erindi til stjórnsýslustofnana vegna leyfiveitingaferla fyrir Hellisheiðarvirkjun. Þetta kom m.a. fram í erindi Auðar Andrésdóttur, sviðsstjóra hjá Mannviti, sem kynnti vinnu starfsskilyrðahóps Jarðvarmaklasans á haustfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í samvinnu við Íslenska orkuháskólann. Á vettvangi klasans er unnið að tillögum til úrbóta á sviði leyfiveitingaferla. Sjá erindi fundarins á vef Jarðhitafélagsins.