Verkefnastjóri á sviði rafmagns 25. mars 2017 Samorka óskar eftir að ráða drífandi einstakling sem býr yfir miklu frumkvæði, skipulögðum vinnubrögðum og getu til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum. Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. Samtökin eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins og eru staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur. Helstu verkefni: • Móta starfsumhverfi orku- og veitugeirans. • Umsjón með starfi fag- og málefnahópa sem starfa á vettvangi samtakanna. • Skipulagning og umsjón með framkvæmd opinna funda um málefni orku- og veitugeirans. • Skipulagning námskeiða og fræðslu fyrir aðildarfyrirtæki samtakanna og geirann í heild. • Samstarf við ráðuneyti og opinberar stofnanir. • Eftirfylgni með nýrri stefnu samtakanna. Menntunar- og hæfniskröfur • Verkfræði/tæknifræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð. • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Bæði konur og karlmenn eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknir skulu sendar til framkvæmdastjóra, Páls Erlands (pall@samorka.is), sem einnig veitir upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur er til 4. apríl.