Vel heppnað samsetninganámskeið á Selfossi

Þátttakendur og leiðbeinendur, frá vinstri: Elías Örn Einarsson SET, Gísli Þór Guðmundsson Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Eyþór Björnsson Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Frímann Helgason Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Davíð Frank Jensson Orkuveitu Reykjavíkur, Gunnar Ísberg Hannesson Orkuveitu Reykjavíkur, Örn Geir Jensson leiðbeinandi, Kristján Ö. Jónsson leiðbeinandi, Ægir Jónsson Guðmundi Skúlasyni ehf., Hjálmar Rögnvaldsson Dagana 10. og 11. maí fór fram námskeið á vegum Iðntæknistofnunar og Samorku í frágangi samskeyta á hitaveiturörum. Fyrri dagurinn fór í bóklega kennslu en sá síðari var verklegur. Námskeiðið var haldið í SET á Selfossi og sóttu það þrettán manns víðsvegar að af landinu. Leiðbeinendur voru sem fyrr þeir Kristján Ö. Jónsson og Örn Geir Jensson frá Orkuveitu Reykjavíkur.