Vatnsveitufólk frá Ungverjalandi heimsótti Samorku

Það var fríður hópur Ungverskra vatnsveitustjóra sem kom á skrifstofu Samorku 7. okt. s.l.

Erindið var að kynnast samtökunum og fá fræðslu um rekstur vatnsveitna á Íslandi, með sérstakri áherslu á gæðamál og innra eftirlitskerfi veitnanna. Það var María Jóna Gunnarsdóttir sem flutti þeim fróðleikinn og var mál hennar túlkað yfir á Ungversku.