Varað við að nota heitsinkhúðuð rör í neysluvatnslögnum hjá sumum veitum

Tæring og ryðmyndun í heitsínkhúðuðum neysluvatnslögnum Rannsóknarverkefnið Tæring og ryðmyndun í heitsinkhúðuðum neysluvatnslögnum hófst í júlí 1995 að frumkvæði Einars heitins Þorsteinsson deildarstjóra lagnadeildar Rb og Péturs Sigurðssonar, efnaverkfræðings. Áætlað er að verkinu ljúki síðla árs 2001. Íbúðalánasjóður og Sambands íslenskra tryggingarfélaga styrktu verkið og tíu vatnsveitu og Samorka tóku þátt í verkefninu. Verkefnisstjóri í dag er Jón Sigurjónsson. Markmið rannsóknarinnar er m.a. að finna orsakir tæringar í sinkhúðuðum lögnum og ryðmyndun og að rannsaka hvar á landinu sinkhúðuð rör henta og hvar ekki. Nú er komin út áfangaskýrsla um verkið en lokaskýrsla er væntanleg í árslok. Nokkuð ákveðnar niðurstöður um tæringarhraða liggja fyrir, sem nota má til að vara við notkun heitsinkhúðaðraröra í neysluvatnslagnir frá Höfn í Hornafirði til og með Norðfjarðar ásamt Borgarnesi. Auk þess sem líkur eru á lélegri endingu þar sem sýrustig (ph) er lægra en 7.