Útboð á götuljósum

Boðið var út á Evrópska efnahagssvæðinu, EES.

Alls sóttu 20 aðilar útboðsgögn en tilboð bárust frá 9 aðilum, alls 25 tilboð að meðtöldum frávikstilboðum.

Tilboðsupphæðir lágu á bilinu kr. 78.000.000.- til kr. 337.000.000.-

Tilboðin fara nú til úrvinnslu hjá innkaupastjóranefnd Samorku og er niðurstöðu að vænta fljótlega.