10. ágúst 2016 Umsóknarfrestur Startup Energy Reykjavík nálgast Frumkvöðlar í orkutengdri nýsköpun eru hvattir til að sækja um hjá Startup Energy Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 14. ágúst. Á Startup Energy Reykjavík verða sjö verkefni valin til þátttöku. Hljóta þau fjárfestingu frá styrktaraðilum og handleiðslu frá sérfræðingum til áframhaldandi þróunar. Startup Energy hefst í september og stendur yfir til loka nóvember 2016. Nánari upplýsingar um Startup Energy Reykjavík, sérfræðinga, styrktaraðila og hverjir geti sótt um má sjá á heimasíðu verkefnisins.