Umhverfisverðlaun atvinnulífsins til Brims og Krónunnar

Umhverfisfyrirtæki ársins er Brim en framtak ársins á sviði umhverfismála á Krónan. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins miðvikudaginn 9. október.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin.

Aðstandendur fyrirtæksisins Brim taka við verðlaununum fyrir Umhverfisfyrirtæki ársins
Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar tekur við verðlaununum fyrir Umhverfisframtak ársins frá forseta Íslands og Rögnu Söru Jónsdóttur, formanni valnefndar