Umhverfiskostnaður

Það hefur nokkuð erfitt að meta umhverfiskostnað en reyndar hafa verið ýmsar leiðir. Það má gera kröfur um frágang og að lagt sé til hliðar til að færa til sama horfs eftir að notkun mannvirkja lýkur, greiða fyrir losunarheimildir og mengunargjöld. Þær hagfræðiaðferðir sem helst hafa verið notaðar til að mæla umhverfiskostnað eru m.a. skilyrt verðmætamat þar sem fundið er út hvað fólk vill borga fyrir tiltekin umhverfisgæði, ferðakostnaður þ.e. hvað borgar fólk fyrir að fara á ákveðna staði.  lífsgæðamat þ.e. hvaða áhrif hafa tiltekin umhverfisgæði á verð t.d. íbúðar.  Það hefur verið reiknað út að útsýni til Esjunnar hækki íbúðarverð um 10%.  Við gerð rammaáætlunar þar sem virkjunarkostum var raðað með tilliti til umhverfisáhrifa var valið að nota frekar samanburðaraðferðir en ekki fjárhagslegt mat.  Landslag á Íslandi gegnir mikilvægu hlutverki sem tákn þjóðarinnar.  En það vantar skilgreind viðmið til að meta landslag.  Línuhönnun hefur tekið saman skýrslu um aðferðir frá 13 löndum til að meta landslag.  Sjá vefslóð  www.lh.is/pdf/matlandslagi.pdf. 

Þjónusta vistkerfa jarðar er verðmæt, verðmætari en allt hagkerfi heimsins. Verðgildið byggist á þeirri þjónustu sem náttúran veitir okkur og hvað það kostaði okkur ef hún væri ekki til staðar. Ef við ekki tökum tillit til hennar þá er hætta á að við högum okkur heimskulega og gleymum því að við erum hluti af náttúrunni.