27. október 2011 Um 600 afleidd tæknistörf í ráðgjafarfyrirtækjum Orkuiðnaðurinn skapar samfélaginu ekki eingöngu tekjur vegna orkusölu heldur einnig vegna fjölda afleiddra starfa. Þannig eru um 600 afleidd störf í tæknilegum ráðgjafarfyrirtækjum að mati Sigurðar Arnalds, framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar Mannvits. Þetta kemur fram í samantekt í blaðinu Orka & Atvinnulíf, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Í úttektinni segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar EFLU, að hagýting orkuauðlinda á Íslandi og samhliða uppbygging iðnaðar skapi kjölfestu í starfsemi fyrirtækisins. Góður helmingur starfsmanna þess tengist orku- og iðnaðarverkefnum beint, eða um 90 sérfræðingar. Sigurður Arnalds segir um þrjá fjórðu hluta starfsemi Mannvits helgaða orkugeiranum eða orkufrekum iðnaði, eða um 300 störf. Ennfremur kemur fram að vinna þessara fyrirtækja fyrir íslensk orkufyrirtæki og stóriðju hérlendis skapar grunn að sókn þeirra í verkefni erlendis, sem t.d. mynda um 10-15% af starfsemi Mannvits. Greinina er að finna í blaðinu Orka & Atvinnulíf sem nálgast má (áskrifendur þ.e.) á vef Viðskiptablaðsins.