11. mars 2013 Tilnefninga óskað til umhverfisviðurkenningar Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2012. Tillögur berist ráðuneytinu eigi síðar en 3. apríl. Sjá nánar á vef ráðuneytisins.