Þjóðhagslegur ávinningur jarðhitanýtingar 55-95 milljarðar á ári

Umfang þjóðhagslegs ávinnings af jarðhitanýtingu er á bilinu 55-95 milljarðar á ári. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Daða Más Kristóferssonar, dósents í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands, á vorfundi Jarðhitafélags Íslands sem haldinn var í Arion banka. Á fundinum fjölluðu fulltrúar HS Orku, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og RARIK jafnframt um helstu jarðhitaframkvæmdir á döfinni hjá fyrirtækjunum. Erindi fundarins má nálgast á vef Jarðhitafélagsins.