28. október 2025 Þingsályktun um varnir og öryggi kallar eftir auknu áfallaþoli samfélagsins Utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnu í varnar- og öryggismálum, þar sem m.a. er lögð áhersla á að efla áfallaþol íslensk samfélags. Þannig þurfi t.d. að tryggja aðgang að orku á tímum spennuástands eða átaka. Markmið stefnunnar er að tryggja sjálfstæði, fullveldi, lýðræðislegt stjórnarfar, friðhelgi landamæra Íslands, öryggi borgaranna og vernd stjórnkerfis og mikilvægra innviða samfélagsins gegn hernaðarlegri ógn, eins og segir í tillögu ráðherra. Framkvæmd stefnunnar á að taka mið af ógnarmati og þróun öryggismála hverju sinni. Hún byggist á 13 áherslum, þ.á.m. um meira áfallaþol. Dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og embætti ríkislögreglustjóra hafa tekið höndum saman um að meta áfallaþol íslensks samfélags með hliðsjón af sjö grunnviðmiðum Atlantshafsbandalagsins. Fer vinnan fram í nánu samstarfi við önnur ráðuneyti, stofnanir og einkaaðila að því er fram kemur í greinargerð með þessari tillögu til þingsályktunar. Þar segir að mikilvægt sé að tryggja skilvirka innleiðingu og eftirlit með áfallaþoli í góðu samstarfi stjórnvalda, sveitarstjórna og einkaaðila. Þessi vinna og áætlanagerð á að ná til orkuvinnviða en einnig samgangna, fjarskipta, fæðuaðfanga, heilbrigðisþjónustu og fleiri sviða. Þingsályktunin er lögð fram í framhaldi af skýrslu samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur i varnar- og öryggismálum sem Samorka hefur einnig sagt frá. https://samorka.is/orka-og-innvidir-i-nyrri-skyrslu-um-varnir-og-oryggi/: Þingsályktun um varnir og öryggi kallar eftir auknu áfallaþoli samfélagsins Tillögu utanríkisráðherra til þingsályktunar um stefnu í öryggis- og varnarmálum má finna í heild sinni hér: https://www.althingi.is/altext/157/s/0251.html: Þingsályktun um varnir og öryggi kallar eftir auknu áfallaþoli samfélagsins