1. apríl 2011 Tengiskilmálar Samorku í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga Reglugerð nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga hefur verið breytt á þá leið að við 23. gr. um tengingu heimæðar bætist (á eftir Tenging vatnslagna við vatnsveitukerfi skal gerð í samræmi við tengiskilmála viðkomandi veitu): eða sameiginlega tengiskilmála Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja, fyrir vatnsveitur. Sjá tilkynningu innanríkisráðuneytis hér. Tæknilega tengiskilmála vatnsveitna má nálgast hér á vef Samorku, þ.e. 1. kaflann (skilmálana sjálfa). Verið er að leggja lokahönd á 2. kafla, tengi- og kerfismyndir, en 3. kafli, leiðbeiningar, er væntanlegur síðar.