Stór erlend fjárfesting í óvissu vegna takmarkana í flutningskerfinu

Raforkuþörf Eyjafjarðar er um 100 megavött (MW) í dag og fer vaxandi. Framleidd eru 8 MW á svæðinu og nauðsyn flutnings raforku á svæðið er æpandi, sagði Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, á aðalfundi Samorku. Bjarni greindi m.a. frá erlendum aðila sem óskar eftir 10 MW í atvinnuskapandi fjárfestingu í Dalvíkurbyggð, sem skapa myndi um 120 ný störf og umtalsverðar tekjur fyrir sveitarfélagið og þjóðfélagið í heild. Óvissa er um verkefnið vegna takmarkana í flutningskerfi raforku. 

Værukærir stjórnmálamenn sofa á verðinum
Bjarni sagði öfgahópa ekki mega stöðva uppbyggingu flutningskerfis raforku. Værukærir stjórnmálamenn, sveitarstjórnarfólk og hagsmunaaðilar væru sofandi á verðinum. Eyfirðingar og nærsveitafólk, sveitarstjórnarfólk, alþingismenn, embættisfólk, hagsmunaaðilar og landeigendur yrðu að leysa þetta mál sem þyldi enga bið.

Sjá erindi Bjarna Th.