Starfshópur um gjaldskrárforsendur raforkudreifingar

Tilgangur starfshópsins er að undirbúa forsendur fyrir uppbyggingu gjaldskrár raforkudreifingar. – Hópurinn mun starfa talsvert uns búið er að yfirfara forsendur yfir gjaldskrár og verður hópnum slitið að aflokinni þeirri vinnu. -Áætlað er að starfi hópsins ljúki eigi síðar en árið 2002 Vinna starfshópsins miðar að því að vera tilbúin með gjaldskrárforsendur þegar breytingar á raforkugeiranum taka gildi. En mikil breyting verður samfara þeirri uppskiptingu og greina þarf nákvæmlega á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta. Búast má við meira eftirliti með gjaldskrám fyrir dreifingu og flutning en tíðkað hefur verið til þessa. Í hópnum munu starfa: Ívar Þorsteinsson OR – formaður Pétur Þórðarson Rarik Bjarni Sólbergsson OV Stefán Jón Bjarnason HS Sigurður Ágústsson Rafveitu Sauðárkróks Með hópnum starfar Guðmundur Valsson Samorku