25. september 2013 Skýrsla GAMMA: Sæstrengur hagkvæmur fyrir íslensk heimili Íslendingar eru mestu raforkuframleiðendur heims ef miðað er við höfðatölu og hafa álíka hagsmuni af hækkun raforkuverðs og hækkun fiskverðs. Heimilin nýta aðeins 5% raforkunnar, sem er unnin á Íslandi, þar sem 90% landsmanna hafa aðgang að hitaveitu. Með tilkomu sæstrengs mun raforkuverð á Íslandi til heimila áfram vera lágt og jafnvel óbreytt frá því dag kjósi stjórnvöld það. Tiltölulega auðvelt er að endurdreifa hagnaði orkufyrirtækja til heimilanna; til dæmis mætti tryggja þeim óbreytt raforkuverð, lækka skatta eða greiða þeim út arð í einhverju formi. Einnig væri hægt að niðurgreiða sérstaklega raforku til þeirra 9 þúsund heimila er nýta rafkyndingu með svipuðum hætti og gert er nú. Tvöföldun tekna Landsvirkjunar gæti skilað tekjuauka til íslensks samfélags upp á um 40 milljarða á ári, sem jafngildir um það bil árlegu heildarframlagi ríkisins til reksturs á Landspítalanum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið GAMMA vann fyrir Landsvirkjun til að greina áhrif sæstrengs á hag íslenskra heimila. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.