23. ágúst 2016 Skuldir lækkað um 37% frá 2009 Skuldir hjá átta stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins hafa lækkað um 338 milljarða, eða tæp 37%, milli 2009 og 2015 á föstu verðlagi. Á sama tíma hefur eigið fé vaxið um 32,6% og er nú samtals um 493 milljarðar. Þessi árangur á sex árum sýnir öflugt tekjustreymi, aðhald í rekstri og sterkara gengi krónunnar. Orkufyrirtæki landsins eru langflest í opinberri eigu og endurspegla tölurnar því einnig lægri skuldir þjóðarbúsins. Á sama tíma greiða Íslendingar mjög samkeppnishæft verð fyrir raforku, fráveitu, vatns– og hitaveituþjónustu miðað við okkar helstu samanburðarlönd.