Skrifstofa Samorku lokuð – Starfsfólk til staðar í fjarvinnu

Skrifstofa Samorku verður að mestu leyti lokuð á meðan á samkomubanni stendur á Íslandi. Þetta er varúðarráðstöfun til að minnka líkur á útbreiðslu kórónaveirunnar.

Starfsfólk Samorku vinnur heiman frá og hægt er að ná í alla í síma, með tölvupósti og á fjarfundaforritinu Teams.

Við hvetjum starfsfólk aðildarfélaga að vera í góðu sambandi og nú sem fyrr er mikilvægt að miðla þekkingu og standa þétt saman á óvissutímum.