Skráning hafin á Samorkuþing

Samorkuþing 2021 verður haldið dagana 30. september – 1. október í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini.

Einnig verður glæsileg vöru- og þjónustusýning helstu samstarfsaðila orku- og veitugeirans.

Að venju verður hátíðarkvöldverður ásamt skemmtun og maka- og gestaferð, auk þess sem boðið verður upp á netagerð fyrir nýliða og ungt fólk í geiranum.

Allar nánari upplýsingar um þingið og skráningarform má finna hér.