Skráning á Fagþing í fullum gangi

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí. Á dagskrá eru metnaðarfull erindi um allt sem efst er á baugi í veitumálum frá sérfræðingum í hita-, vatns- og fráveitu auk annarra sem að málaflokknum koma.

Miðvikudaginn 3. maí er verður Framkvæmda- og tæknidagurinn haldinn í þriðja sinn. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum og má búast við skemmtilegum degi með blöndu af fyrirlestrum og keppni í hinum ýmsu veitutengdu greinum þar sem eitt lið stendur uppi sem Fagmeistari Samorku 2023.

16 fyrirtæki taka þátt í vöru- og þjónustusýningu á þinginu og að auki verður hátíðarkvöldverður og skemmtun.

Skráning á þingið stendur yfir út þessa viku.

    Vinsamlegast hakið í þá liði sem þið hyggist taka þátt í:

    Ég mæti á Fagþing 2023 4.-5. maí - 49.900 kr.
    Ég mæti á Framkvæmda- og tæknidaginn 3. maí (ætlað starfsfólki veitu- og orkufyrirtækja) – 12.900 kr.
    Ég mæti á hátíðarkvöldverð og skemmtun 4. maí – 15.900 kr.
    Ég vil grænkeramatseðil.
    Hátíðarkvöldverður og skemmtun fyrir maka/gest – 15.900 kr.
    Maki/gestur vill grænkeramatseðil.
    Ég mæti í skemmti- og vísindaferð (skráning nauðsynleg til að áætla sæti í rútu).