Skoðunarkönnun meðal rafvirkja

Könnun á umfangi slysa og óhappa af völdum rafmagns hjá fagmönnum á rafmagnssviði.

Neytendastofa (áður Löggildingarstofa) hefur í samráði við Samorku, SART og Rafiðnaðarsamband Íslands ákveðið að láta rannsóknarfyrirtækið IMG Gallup kanna tíðni rafmagnsslysa og óhappa hjá fagmönnum á rafmagnssviði. Sambærileg könnun er gerð reglulega meðal fagmanna á Norðurlöndunum. Markmiðið er fyrst og fremst að Neytendastofa hafi betri yfirsýn yfir slys eða óhöpp af völdum rafmagns hér á landi enda berast stofnuninni einungis upplýsingar um alvarlegustu rafmagnsslysin.

Fullum trúnaði er heitið enda munu upplýsingar ekki á nokkurn hátt verða tengdar einstökum svarendum.

Neytendastofa mun svo birta niðurstöður könnunarinnar og stuðla þannig að betri fræðslu um eðli og umfang rafmagnsslysa og hvernig megi koma í veg fyrir þau.
Stofnunin vonast til að þeir fagmenn á rafmagnssviði sem lenda í úrtaki Gallups verði jákvæðir gagnvart fyrrgreindri könnun sem er liður í að tryggja enn betur öryggi þeirra sjálfra.

Neytendastofa
rafmagnsöryggissvið

Heimasíða Neytendastofu