9. júní 2015 Sjónvarpsþættir um vatn, raforku og jarðvarma Þessar vikurnar sýnir sjónvarpsstöðin N4 þættina Orku landsins á mánudagskvöldum, en þættina má jafnframt nálgast hér á vef stöðvarinnar. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Samorku o.fl., en þar er fjallað um vatn, raforku, jarðvarma og eldsneyti. Athyglinni er ekki síst beint að starfsemi orku- og veitufyrirtækja og umfjöllunin er aðgengileg á „mannamáli“.