5. febrúar 2018 Sigurlilja ráðin hagfræðingur Samorku Sigurlilja Albertsdóttir hefur verið ráðin hagfræðingur Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Sigurlilja hefur starfað hjá Utanríkisráðuneytinu sem sérfræðingur á sviði stefnumótunar og fjármála frá árinu 2016 og þar áður sem sérfræðingur þjóðhagsútreikninga á efnahagssviði hjá Hagstofu Íslands frá árinu 2010. Þá hefur hún einnig starfað sem sérfræðingur við Hagstofu EFTA í Lúxemborg. Sigurlilja er með B.Sc. í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í þjóðhagfræði frá Háskóla Íslands.