Samorka óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra 31. október 2016 Samorka óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að reyndum leiðtoga sem býr yfir góðri samskiptafærni, frumkvæði og skipulögðum vinnubrögðum. Einstaklingi sem hefur það sem þarf til að starfrækja jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja. Intellecta hefur umsjón með ráðningunni og má sjá auglýsinguna um starfið á heimasíðu þeirra. Auglýsingin birtist fyrst í Fréttablaðinu laugardaginn 29. október. Helstu verkefni: Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri Ábyrgð á starfsemi Samorku gagnvart stjórn Innleiða og framfylgja stefnu og ákvörðunum stjórnar/aðalfundar Stuðla að og bera ábyrgð á góðum tengslum við aðildarfyrirtæki og rækta félags- og fræðslustarf Samskipti og upplýsingar Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi Stjórnunarreynsla Þekking á starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er kostur Þekking á umhverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda er æskileg Góðir samskiptahæfileikar og færni í að tjá sig í ræðu og riti Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku, kostur að hafa einnig kunnáttu í Norðurlandamáli Aðrar upplýsingar: Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember 2016. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.